Guardiola: Haaland þarf meiri tíma Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 23:00 Erling Haaland, leikmaður Manchester City. Manchester City Það tók Erling Haaland ekki nema 12 mínútur að skora fyrsta markið sitt í treyju Manchester City þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München á undirbúningstímabili liðanna í Bandaríkjunum. Haaland var þá réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum í netið eftir fasta fyrirgjöf Jack Grealish fyrir framan mark Bayern. „Hann þarf bara að vera sá sem hann er. Ég þekki þessar sendingar sem Jack [Graelish] getur gert. Haaland þarf bara að vera á réttum stað, hann hefur tilfinningu fyrir því hvar markið er. Hann þarf að finna plássið á bak við vörnina og finna rétta taktinn,“ svaraði Guardiola, aðspurður út í það hvað hann vill sjá af Haaland í treyju City. Guardiola telur þó að framherjinn þurfi meiri tíma til að koma sér í sitt besta form áður en það sé hægt að búast við einhverju af honum. „Þetta voru fyrstu 40 mínúturnar hans og hann er bara búinn að ná fjórum eða fimm æfingum með liðinu. Hann þarf nokkrar vikur. Hann er ekki eins og Phil Foden sem eftir eina eða tvær æfingar getur spilað 180 mínútur af fótbolta. Haaland er stór gæi og þarf meiri tíma til að komast í sitt besta form,“ bætti Guardiola við. Sjálfur segist Haaland vera tilbúinn að spila og ánægður að hafa loksins náð að sigra Bayern München í áttundu tilraun. „Tilfinningin er góð. Þetta var fyrsti sigurinn minn gegn Bayern, það var kominn tími til eftir sjö töp í röð, tilfinningin eftir sigur gegn Bayern er góð. Gæðin eru góð og það var gott að fá þennan leik sem alvöru próf fyrir leikinn gegn Liverpool næstu helgi,“ sagði Haaland eftir 1-0 sigurinn á Bayern. Manchester City og Liverpool mætast næsta laugardag í leiknum um Góðagerðarskjöldin, sem markar upphaf leiktímabilsins á Englandi. Haaland: “First time winning against Bayern, it was about time after 7 losses in a row"[🎥 @footballdaily]pic.twitter.com/02kpIoJppU— Bayern & Die Mannschaft (@iMiaSanMia_en) July 24, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City. 24. júlí 2022 10:45 Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. 19. maí 2022 08:31 Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“ Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska. 23. júlí 2022 13:45 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Haaland var þá réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum í netið eftir fasta fyrirgjöf Jack Grealish fyrir framan mark Bayern. „Hann þarf bara að vera sá sem hann er. Ég þekki þessar sendingar sem Jack [Graelish] getur gert. Haaland þarf bara að vera á réttum stað, hann hefur tilfinningu fyrir því hvar markið er. Hann þarf að finna plássið á bak við vörnina og finna rétta taktinn,“ svaraði Guardiola, aðspurður út í það hvað hann vill sjá af Haaland í treyju City. Guardiola telur þó að framherjinn þurfi meiri tíma til að koma sér í sitt besta form áður en það sé hægt að búast við einhverju af honum. „Þetta voru fyrstu 40 mínúturnar hans og hann er bara búinn að ná fjórum eða fimm æfingum með liðinu. Hann þarf nokkrar vikur. Hann er ekki eins og Phil Foden sem eftir eina eða tvær æfingar getur spilað 180 mínútur af fótbolta. Haaland er stór gæi og þarf meiri tíma til að komast í sitt besta form,“ bætti Guardiola við. Sjálfur segist Haaland vera tilbúinn að spila og ánægður að hafa loksins náð að sigra Bayern München í áttundu tilraun. „Tilfinningin er góð. Þetta var fyrsti sigurinn minn gegn Bayern, það var kominn tími til eftir sjö töp í röð, tilfinningin eftir sigur gegn Bayern er góð. Gæðin eru góð og það var gott að fá þennan leik sem alvöru próf fyrir leikinn gegn Liverpool næstu helgi,“ sagði Haaland eftir 1-0 sigurinn á Bayern. Manchester City og Liverpool mætast næsta laugardag í leiknum um Góðagerðarskjöldin, sem markar upphaf leiktímabilsins á Englandi. Haaland: “First time winning against Bayern, it was about time after 7 losses in a row"[🎥 @footballdaily]pic.twitter.com/02kpIoJppU— Bayern & Die Mannschaft (@iMiaSanMia_en) July 24, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City. 24. júlí 2022 10:45 Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. 19. maí 2022 08:31 Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“ Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska. 23. júlí 2022 13:45 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City. 24. júlí 2022 10:45
Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. 19. maí 2022 08:31
Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“ Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska. 23. júlí 2022 13:45