Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 25. júlí 2022 23:30 Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða og yfirstríðnispúki Innipúkans. Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“
Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira