Fabregas á leið í ítölsku B-deildina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 09:00 Cesc Fabregas er á leið í ítölsku B-deildina. Jonathan Moscrop/Getty Images Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Chelsea, Barcelona og spænska landsliðsins, er á leið til ítalska B-deildarliðsins Como 1907. Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira