Mourinho reynir að bæta enn frekar við hópinn Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 14:15 Bæði Bailly og Wijnaldum eru sagðir vilja ganga í raðir Roma. Clive Brunskill/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Hann reynir nú að fá fyrrum lærisvein sinn og fyrrum andstæðing. Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Roma hefur fest kaup á fjórum leikmönnum það sem af er sumri. Paulo Dybala, sem kom frítt frá Juventus, stendur þar upp úr en þá var Tyrkinn Zeki Celik keyptur frá Lille og Serbinn Mile Svilar var fenginn inn sem varamarkvörður. Landi hans Nemanja Matic kom einnig frá Manchester United, en Mourinho var að kaupa hann í þriðja skipti á ferlinum. Fyrrum liðsfélagi Matic er næstur á óskalista Mourinho. Miðverðinum Eric Bailly hefur gengið misvel að fóta sig í treyju Manchester United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Mourinho keypti til liðsins þegar hann tók við því árið 2016. Mourinho vill endurnýja kynnin við Bailly og fá hann til Rómarborgar. Bailly er sagður opinn fyrir skiptunum en búast má við að hann falli aftar í goggunarröðina þegar United gengur frá kaupunum á Lisandro Martínez frá Ajax. Hann lék aðeins sjö keppnisleiki fyrir liðið á síðustu leiktíð. Þá er Hollendingurinn Georginio Wijnaldum sagður vera á leið til Roma á láni frá Paris Saint-Germain. Samkvæmt frönskum fréttamiðlum er hann ekki í áformum Christophe Galtier, sem tók nýverið við stjórnartaumunum í frönsku höfuðborginni. Wijnaldum yfirgaf Liverpool fyrir ári síðan til að semja við frönsku meistarana en gekk illa að festa sig í sessi á nýliðinni leiktíð. Rómverjar vonast eftir því að þurfa ekki að borga allan launakostnað Hollendingsins, en þær viðræður gætu tafið skiptin. Wijnaldum er sagður spenntur fyrir því að yfirgefa PSG. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira