Hælspyrnuhetjan og fleiri um markið ótrúlega: Ég get ekki útskýrt hvað gerðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 09:30 Alessia Russo fagnar hér markinu sínu í gær. Getty/James Gill Ensku ljónynjurnar eru á góðri leið með að vinna langþráðan titil fyrir enska landsliðið í knattspyrnu en þær unnu frábæran 4-0 sigur á Svíum í undanúrslitaleik Evrópumótsins í gær. Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo EM 2022 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira
Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo
EM 2022 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira