Þúsundir söfnuðust saman til að taka á móti þjóðhetjunni Vingegaard Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2022 17:31 Jonas Vingegaard fékk vægast sagt góðar móttökur við komu sína aftur til Danmerkur. SERGEI GAPON/Anadolu Agency via Getty Images Danski hjólreiðakappinn Jonas Vingegaard snéri aftur heim til Danmerkur eftir að hafa fagnað sigri á stærsta hjólreiðamóti heims, Tour de France. Þúsundir aðdáenda kappans söfnuðust saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn til að taka á móti hetjunni sinni. Með blæjuna niðri keyrði Vingegaard um Ráðhústorgið klæddur í gulu treyjuna sem sigurvegarar Tour de France klæðast. Hafsjór af fólki mætti til að taka á móti Vingegaard, og eins og segir í umfjöllun TV2 um málið hefur annað eins ekki sést þar í landi síðan Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1992. Sjálfur ætlaði Vingegaard ekki að trúa því hversu margir væru mættir til að fagna sigri hans og hann þakkaði fólkinu að sjálfsögðu vel fyrir sig. „Þetta var algjörlega frábær ferð. Ég vil bara þakka öllum kærlega fyrir mig. Þetta er búin að vera frábær upplifun fyrir mig,“ sagði hjólreiðakappinn í samtali við TV2. ráðhústorgið í Kaupmannahöfn var gjörsamlega pakkað þegar Vingegaard mætti.Steffen Trumpf/picture alliance via Getty Images Þrátt fyrir að nú séu þrír dagar síðan Vingegaard tryggði sér sigur í Tour de France er kappinn ekki enn búinn að átta sig á sigrinum. „Ég bara skil þetta ekki. Þetta er gjörsamlega geggjað.“ Eftir að hafa heilsað mannfjöldanum fór Vingegaard svo inn í ráðhúsið þar sem Sophie Hæstorp Andersen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, Simon Kellerup, viðskiptamálaráðherra, og Henrik Jess Jensen, formaður hjólreiðasambands Danmerkur, hylltu hetjunni. „Jonas, þessi sigur þinn í Tour de France er eitt mesta íþróttaafrek Dana,“ sagði borgarstjórinn Sophie Hæstorp Andersen meðal annars um afrek Vingegaard. Hjólreiðar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Með blæjuna niðri keyrði Vingegaard um Ráðhústorgið klæddur í gulu treyjuna sem sigurvegarar Tour de France klæðast. Hafsjór af fólki mætti til að taka á móti Vingegaard, og eins og segir í umfjöllun TV2 um málið hefur annað eins ekki sést þar í landi síðan Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1992. Sjálfur ætlaði Vingegaard ekki að trúa því hversu margir væru mættir til að fagna sigri hans og hann þakkaði fólkinu að sjálfsögðu vel fyrir sig. „Þetta var algjörlega frábær ferð. Ég vil bara þakka öllum kærlega fyrir mig. Þetta er búin að vera frábær upplifun fyrir mig,“ sagði hjólreiðakappinn í samtali við TV2. ráðhústorgið í Kaupmannahöfn var gjörsamlega pakkað þegar Vingegaard mætti.Steffen Trumpf/picture alliance via Getty Images Þrátt fyrir að nú séu þrír dagar síðan Vingegaard tryggði sér sigur í Tour de France er kappinn ekki enn búinn að átta sig á sigrinum. „Ég bara skil þetta ekki. Þetta er gjörsamlega geggjað.“ Eftir að hafa heilsað mannfjöldanum fór Vingegaard svo inn í ráðhúsið þar sem Sophie Hæstorp Andersen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, Simon Kellerup, viðskiptamálaráðherra, og Henrik Jess Jensen, formaður hjólreiðasambands Danmerkur, hylltu hetjunni. „Jonas, þessi sigur þinn í Tour de France er eitt mesta íþróttaafrek Dana,“ sagði borgarstjórinn Sophie Hæstorp Andersen meðal annars um afrek Vingegaard.
Hjólreiðar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira