Morgunblaðið hefur eftir Jóhanni Karli Þórissyni, yfirlögregluþjóni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að par sem tengdist líkamsárás sem framin var á Hlemmi í dag hafi flúið upp í strætisvagn.
Málið sé nú í hefðbundnum farvegi hjá lögreglunni.
Ekki hefur náðst í Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.