Við kíkjum á námskeið fyrir börn og ungmenni sem flúið hafa hingað til lands vegna stríðsins í Úkraínu. Þar hafa þau fengið útrás fyrir sköpunarþörfina og segjast hrífast mest af eldfjöllum, sundlaugunum og rjómaís á Íslandi.
Og við greinum einnig frá flótta fólks frá Íslandi. Því að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið til útlanda vegna skorts á þjónustu við börnin þeirra á Íslandi
Rússar afhenda nú aðeins 20 prósent af því gasi sem þeir hafa skuldbundið sig til að selja Evrópuríkjum. Úkraínuforseti segir í undirbúningi að útvega ríkjum Evrópu raforku. Nú þegar sé búið að tengja raforkukerfi landsins við álfuna.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.