Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2022 22:12 Víkingaskipið í fjörunni undir Horni, sem upphaflega var Horn hið eystra, eða Eystrahorn, en hefur í seinni tíð verið nefnt Vestrahorn. Horn hið vestra var hins vegar notað um Hornbjarg á Vestfjörðum. KMU Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37
Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55