Laporte þurfti að fara undir hnífinn á dögunum vegna hnémeiðsla og verður frá í að minnsta kosti mánuð. Josep Guardiola, þjálfari Manchester City, staðfesti í dag að hann myndi ekki spila á morgun og býst við honum til baka í september.
Hinn 28 ára gamli Laporte spilaði 44 leiki í öllum keppnum fyrir City þegar liðið varð Englandsmeistari á síðusta tímabili.
Rúben Dias, John Stones og Nathan Aké standa Guardiola því til boða í miðverðinum fyrstu vikur tímabilsins.
Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 á morgun en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.