Belginn Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, hætti þjálfun Anderlecht í heimalandinu til að taka við Burnley í sumar. Töluvert annað var að sjá til Burnley-liðsins hvað spilamennsku varðar en var undir stjórn Sean Dyche, sem stýrði félaginu frá 2012 þar til í vor þegar honum var sagt upp störfum.
1-0 sigur Burnley var síst til of stór en hollenski bakvörðurinn Ian Matsen, sem kom á láni frá Chelsea í sumar, skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu.
Jóhann Berg var ekki í leikmannahópi Burnley en leiða má líkur að því að hann glími enn við kálfameiðsli sem hafa strítt honum síðan í febrúar. Síðasti leikur sem hann spilaði var gegn Arsenal 23. janúar síðastliðinn.