Indiana leggur nær algjört bann við þungunarrofi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2022 21:39 Mótmælandinn Kayce Kean mótmælir fyrir framan þinghús Indiana á meðan þingmenn ríkisins samþykkja frumvarp sem bannar þungunarrof í ríkinu. AP/Jenna Watson Lagafrumvarp sem leggur nær algjört bann við þungunarrofi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum var samþykkt af þingmönnum ríkisins í dag með lægsta atkvæðafjölda sem þurfti til að hleypa því í gegn. Einungis verði hægt að rjúfa þungun í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Lagafrumvarpið leggur bann við þungunarrofi frá því að sæðisfruma hefur frjóvgað egg. Einu undantekningarnar sem má rjúfa þungun samkvæmt frumvarpinu eru í tilfellum nauðgana og sifjaspells en þá þurfi leghafi að skrifa undir eiðsvarna yfirlýsingu þess efnis. Þingmenn þingsins í Indiana hlýða á umræður um frumvarpið á þinginu.AP/Jenna Watson Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Lagafrumvarpið rétt svo náði í gegnum þing ríkisins sem Repúblikanar stýra. Tuttugu þingmenn kusu gegn frumvarpinu en 26 þingmenn kusu með því sem er lágmarks fjöldi atkvæða sem frumvarp þarf til að hægt sé að senda það áfram til fulltrúadeildar Bandaríska þingsins. Indiana var eitt fyrsta fylkið til að hefja umræður um að herða lög sem snúa að þungunarrofi eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi fordæmið Roe gegn Wade sem hafði tryggt rétt allra Bandaríkjabúa til þungunarrofs. Og nú hefur Indíana fylgt í fótspor fylkja á borð við Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama. Samkvæmt skoðanakönnun sem var lögð fyrir þúsund Bandaríkjabúa um land allt nýverið er meirihluti Bandaríkjabúa fylgjandi því að þungunarrof sé leyft í ákveðnum tilfellum, það er ef lífi hins ólétta er ógnað eða ef þungunin er af völdum nauðgunar eða sifjaspells. Þá sögðust fáir sem svöruðu könnuninni vera hlynntir algjöru banni við þungunarrofi. Mótmælendur mótmæla frumvarpi sem leggur bann við þungunarrofi fyrir framan þinghús Indiana-ríkis.AP/Jenna Watson Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Lagafrumvarpið leggur bann við þungunarrofi frá því að sæðisfruma hefur frjóvgað egg. Einu undantekningarnar sem má rjúfa þungun samkvæmt frumvarpinu eru í tilfellum nauðgana og sifjaspells en þá þurfi leghafi að skrifa undir eiðsvarna yfirlýsingu þess efnis. Þingmenn þingsins í Indiana hlýða á umræður um frumvarpið á þinginu.AP/Jenna Watson Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Lagafrumvarpið rétt svo náði í gegnum þing ríkisins sem Repúblikanar stýra. Tuttugu þingmenn kusu gegn frumvarpinu en 26 þingmenn kusu með því sem er lágmarks fjöldi atkvæða sem frumvarp þarf til að hægt sé að senda það áfram til fulltrúadeildar Bandaríska þingsins. Indiana var eitt fyrsta fylkið til að hefja umræður um að herða lög sem snúa að þungunarrofi eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi fordæmið Roe gegn Wade sem hafði tryggt rétt allra Bandaríkjabúa til þungunarrofs. Og nú hefur Indíana fylgt í fótspor fylkja á borð við Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama. Samkvæmt skoðanakönnun sem var lögð fyrir þúsund Bandaríkjabúa um land allt nýverið er meirihluti Bandaríkjabúa fylgjandi því að þungunarrof sé leyft í ákveðnum tilfellum, það er ef lífi hins ólétta er ógnað eða ef þungunin er af völdum nauðgunar eða sifjaspells. Þá sögðust fáir sem svöruðu könnuninni vera hlynntir algjöru banni við þungunarrofi. Mótmælendur mótmæla frumvarpi sem leggur bann við þungunarrofi fyrir framan þinghús Indiana-ríkis.AP/Jenna Watson
Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53