Tomlin þessi gekk í raðir Doncaster Rovers í sumar og er ætlað stórt hlutverk í liðinu sem leikur í D-deild en hinn 33 ára gamli Tomlin hefur leikið stærstan hluta ferils síns í ensku B-deildinni.
Ferillinn hjá nýja liðinu fer hins vegar skrautlega af stað hjá sóknarmanninum sem gerðist sekur um glataða framkomu þegar Doncaster heimsótti Bradford í 1.umferð D-deildarinnar í gær.
Incredible.
— Roker Report (@RokerReport) July 30, 2022
pic.twitter.com/n4ZiMyo7sb
Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan fékk Tomlin að líta gula spjaldið í tvígang með sautján sekúndna millibili í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var því rekinn af velli.
Fyrra spjaldið fyrir að standa fyrir aukaspyrnu Bradford og hið síðara fyrir lélegan leikaraskap eftir að hafa sparkað boltanum í burtu.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en ætla má að Tomlin hafi tekist að sigra internetið með heimskupörum sínum.