Pútín minntist ekki berum orðum á innrás Rússa í Úkraínu í ávarpinu en sagði nauðsynlegt að ráðast í afgerandi aðgerðir „í ljósi stöðunnar.“ Þá kvað hann einnig að til stæði að hefja notkun langdrægra og hljóðfrárra Zircon eldflauga á næstu mánuðum. Rússar segja að eldflaugarnar geti drifið yfir þúsund kílómetra.
Á meðan Pútín lofaði sjóherinn sagði Oleksandr Senkevych, borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv, að verið væri að sprengja allt í loft upp í borginni með klasasprengjum. Íbúar sögðu eldflaugaárásirnar líklega þær öflugustu sem gerðar hafa verið á borgina.
Bandaríski miðilinn CNN greinir frá en fréttamenn CNN eru í Mykolaiv. Að minnsta kosti einn lést og tveir særðust í eldflaugaárásunum.