„Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 19:28 Arndís komst ekki leiðar sinnar í gær vegna Hopp-hjóls sem búið var að leggja yfir þvera gangstéttina. Skjáskot Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar. Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar.
Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira