Hvað þýðir verðbólgan sem nú geisar innanlands fyrir þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. ágúst 2022 11:31 Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Efnahagsmál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar