Özil samdi nýverið við Basaksehir frá Fenerbahce í Tyrklandi. Hann lék áður við góðan orðstír með Arsenal á Englandi og Real Madrid á Spáni. Hann vann þá HM með þýska landsliðinu árið 2014.
Margir voru spenntir fyrir að bera hann augum á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tekur á móti Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudagskvöld. Hann er hins vegar meiddur og býst Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, ekki við að hann snúi aftur á völlinn fyrr en í næsta mánuði.
Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir fer fram klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.