Söfn fyrir öll Dagrún Ósk Jónsdóttir og Steindór G. Steindórsson skrifa 3. ágúst 2022 14:01 Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Söfn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun