Starfsmaður Barcelona sagður hafa reynt að múta fulltrúa UEFA Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2022 16:31 Barcelona hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu mánuði. vísir/Getty Starfsmaður hjá Barcelona á Spáni er sagður hafa reynt að múta fulltrúa hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til að reka á eftir rannsóknum á fjárhagsstarfsemi Manchester City og Paris Saint-Germain. Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið. Spænski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið.
Spænski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira