England tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Þýskalandi á Wembley í Lundúnum á sunnudaginn var. England vann þar af leiðandi sinn fyrsta stóra titil frá því að karlaliðið vann HM 1966.
ABSOLUTELY INCREDIBLE!
— Lionesses (@Lionesses) August 3, 2022
All available general admission tickets for our October international against the United States have now SOLD OUT, with only hospitality options remaining on sale at this time. pic.twitter.com/lk4zrOVnub
Áhuginn á enska liðinu hefur aukist til muna síðustu vikur og þar birtist í því að leikir á komandi æfingaleik seldust upp á mettíma. Heimasíða enska knattspyrnusambandsins hrundi þá vegna álags.
Sett var met á sunnudaginn þegar rúmlega 87 þúsund manns mættu á Wembley, en aldrei hafa fleiri mætt á leik á Evrópumóti, hvorki karla né kvenna.