Óskar „heyrði einu sinni í“ Norrköping en tekur ekki við liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 15:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist vera í frábæru starfi sem þjálfari Breiðabliks. vísir/Diego Nú virðist útséð um að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði næsti þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Norrköping. Hann gaf enda lítið fyrir orðróminn, aðspurður um hann í gær. Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31