DeWALT trukkurinn í fyrsta sinn á Íslandi Sindri 4. ágúst 2022 14:12 Yellow Deamon verkfæratrukkurinn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar og leggur nú af stað um landið. Fyrsta stopp verður á Reyðarfirði á morgun föstudag. DeWALT Yellow Deamon verkfæratrukkur með tengivagn er nú á ferðinni um landið. Trukkurinn er troðfullur af verkfærum sem hægt er að skoða og prófa og fá ráðgjöf sérfræðinga. Keppt verður um titilinn Skrúfumeistari Íslands og boðið upp á hamborgara. Trukkurinn verður staddur á Reyðarfirði á morgun, föstudag. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi trukkur kemur til Íslands, stærsta gerð af vörubíl með tengivagn. Bíllinn opnast í báðar áttir og þegar öllu er til tjaldað þekur sýningarsvæðið allt að fimmhundruð fermetra. Í bílnum er allt sem DeWALT býður upp á,“ segir Hákon Ingi Jörundsson, viðskiptastjóri hjá Sindra. Fyrsta stopp verður eins og fyrr segir á Reyðarfirði á morgun 5. ágúst, milli klukkan 10 og 14 við verslun Johan Rönning. 6. ágúst verður trukkurinn á Húsavík á planinu hjá Bílaleigu Húsavíkur 8. ágúst á Akureyri við Johan Rönning 9. ágúst í Varmahlíð við Vélaval 10. ágúst í Reykjanesbæ við verslun Sindra 11. ágúst á Selfossi við verslun Sindra 12. 13. Og 15 ágúst við verslun Sindra að Smiðjuvegi 11 Kópavogi. Tveir sérfræðingar frá DeWALT í Danmörku ferðast með bílnum auk tveggja sérfræðinga frá Sindra. Hákon segir hægt að gera frábær kaup á verkfærum í bílnum. „Við höfum gefið út tilboðsbækling í tilefni komu trukksins þar sem er að finna verð sem ekki hefur sést í langan tíma.“ Skrúfumeistari Íslands Á hverjum stað verður haldin skrúfukeppni þar sem skrúfa á fimm skrúfur í timburstand á sem stystum tíma. Sigurvegari á hverjum stað hlýtur DeWALT borvél. Í lok ferðalagsins verður svo Skrúfumeistari Íslands krýndur og fær meistarinn fjögurra véla sett frá DeWALT. „Föstudaginn 12. ágúst verður trukkurinn kominn á Smiðjuveg þar sem verður heilmikið húllumhæ. Útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur verður með okkur og bein útsending á X977. Við stefnum á að tilkynna í beinni hver verður Skrúfumeistari Íslands og hlýtur sá eða sú fjögurra véla sett frá DeWalt. Á laugardaginn verður síðasti sýningardagurinn og svo slúttum við dagskránni á mánudag 15. ágúst og seljum þá verkfærin sem hafa verið í notkun á ferðalaginu og verðum einnig með útsölu á fleiri vörum,“ segir Hákon og hvetur fólk til þess að líta við þar sem trukkurinn verður á ferðinni. „Mér vitandi hefur svona stór trukkur, fullur af verkfærum aldrei komið hingað til lands áður og því heilmikið að sjá og upplifa.“ Hér má sjá dagkrá DeWALT trukksins. Bílar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem þessi trukkur kemur til Íslands, stærsta gerð af vörubíl með tengivagn. Bíllinn opnast í báðar áttir og þegar öllu er til tjaldað þekur sýningarsvæðið allt að fimmhundruð fermetra. Í bílnum er allt sem DeWALT býður upp á,“ segir Hákon Ingi Jörundsson, viðskiptastjóri hjá Sindra. Fyrsta stopp verður eins og fyrr segir á Reyðarfirði á morgun 5. ágúst, milli klukkan 10 og 14 við verslun Johan Rönning. 6. ágúst verður trukkurinn á Húsavík á planinu hjá Bílaleigu Húsavíkur 8. ágúst á Akureyri við Johan Rönning 9. ágúst í Varmahlíð við Vélaval 10. ágúst í Reykjanesbæ við verslun Sindra 11. ágúst á Selfossi við verslun Sindra 12. 13. Og 15 ágúst við verslun Sindra að Smiðjuvegi 11 Kópavogi. Tveir sérfræðingar frá DeWALT í Danmörku ferðast með bílnum auk tveggja sérfræðinga frá Sindra. Hákon segir hægt að gera frábær kaup á verkfærum í bílnum. „Við höfum gefið út tilboðsbækling í tilefni komu trukksins þar sem er að finna verð sem ekki hefur sést í langan tíma.“ Skrúfumeistari Íslands Á hverjum stað verður haldin skrúfukeppni þar sem skrúfa á fimm skrúfur í timburstand á sem stystum tíma. Sigurvegari á hverjum stað hlýtur DeWALT borvél. Í lok ferðalagsins verður svo Skrúfumeistari Íslands krýndur og fær meistarinn fjögurra véla sett frá DeWALT. „Föstudaginn 12. ágúst verður trukkurinn kominn á Smiðjuveg þar sem verður heilmikið húllumhæ. Útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur verður með okkur og bein útsending á X977. Við stefnum á að tilkynna í beinni hver verður Skrúfumeistari Íslands og hlýtur sá eða sú fjögurra véla sett frá DeWalt. Á laugardaginn verður síðasti sýningardagurinn og svo slúttum við dagskránni á mánudag 15. ágúst og seljum þá verkfærin sem hafa verið í notkun á ferðalaginu og verðum einnig með útsölu á fleiri vörum,“ segir Hákon og hvetur fólk til þess að líta við þar sem trukkurinn verður á ferðinni. „Mér vitandi hefur svona stór trukkur, fullur af verkfærum aldrei komið hingað til lands áður og því heilmikið að sjá og upplifa.“ Hér má sjá dagkrá DeWALT trukksins.
Bílar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira