Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 09:00 Selfyssingurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir reynir skot með klísturslausa boltanum. ihf Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. HM U-18 ára kvenna í Norður-Makedóníu er fyrsta stórmótið þar sem notast er við klísturslausa boltann. Hann er mikið hjartans mál fyrir Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetna og umdeilda forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF). Boltinn umræddi hefur allavega ekki truflað íslenska liðið mikið á HM en það er enn taplaust og þegar búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Árna Stefáni Guðjónssyni, sem þjálfar íslenska U-18 ára liðsins ásamt Ágústi Jóhannssyni, leist ekkert á blikuna þegar hann sá fyrstu æfingarnar með klísturslausa boltann. „Við vorum mjög stressaðir. Fyrstu 2-3 æfingarnar voru eins og sumir leikmenn hefðu ekki snert handbolta áður. En þær voru fljótar að venjast þessu,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Ráðið er víst að vera aðeins rakur á höndunum sem væri vanalega ekki gott í handbolta. Gripið virðist þá aðeins aukast. Við höfum ekki átt í teljandi vandræðum en hornamennirnir finna að það er erfiðara að snúa boltann og framkvæmda ákveðin skot. Heilt yfir hefur þetta gengið miklu betur en maður þorði að vona en sum lið tuða meira yfir þessu en önnur.“ Þótt HM U-18 ára kvenna sé fyrsta stórmótið þar sem klísturslausi boltinn er notaður hefur verið spilað með hann áður, til dæmis í Suður-Ameríku. Ísland mætir heimaliði Norður-Makedóníu í seinni leik sínum í milliriðli 1 klukkan 18:30 í kvöld. Forðist íslenska liðið tap vinnur það riðilinn. Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
HM U-18 ára kvenna í Norður-Makedóníu er fyrsta stórmótið þar sem notast er við klísturslausa boltann. Hann er mikið hjartans mál fyrir Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetna og umdeilda forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF). Boltinn umræddi hefur allavega ekki truflað íslenska liðið mikið á HM en það er enn taplaust og þegar búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Árna Stefáni Guðjónssyni, sem þjálfar íslenska U-18 ára liðsins ásamt Ágústi Jóhannssyni, leist ekkert á blikuna þegar hann sá fyrstu æfingarnar með klísturslausa boltann. „Við vorum mjög stressaðir. Fyrstu 2-3 æfingarnar voru eins og sumir leikmenn hefðu ekki snert handbolta áður. En þær voru fljótar að venjast þessu,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Ráðið er víst að vera aðeins rakur á höndunum sem væri vanalega ekki gott í handbolta. Gripið virðist þá aðeins aukast. Við höfum ekki átt í teljandi vandræðum en hornamennirnir finna að það er erfiðara að snúa boltann og framkvæmda ákveðin skot. Heilt yfir hefur þetta gengið miklu betur en maður þorði að vona en sum lið tuða meira yfir þessu en önnur.“ Þótt HM U-18 ára kvenna sé fyrsta stórmótið þar sem klísturslausi boltinn er notaður hefur verið spilað með hann áður, til dæmis í Suður-Ameríku. Ísland mætir heimaliði Norður-Makedóníu í seinni leik sínum í milliriðli 1 klukkan 18:30 í kvöld. Forðist íslenska liðið tap vinnur það riðilinn.
Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira