Prófessor á villigötum Svanur Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2022 15:01 Stundum er óskað eftir því að fólk í háskólasamfélaginu taki þátt í þjóðmálaumræðunni og leyfi þannig almenningi að njóta sérþekkingar sinnar og fræðikunnáttu. Ég veit ekki hvort þessi ósk hefur beinst sérstaklega að Þórólfi Matthíassyni, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, en hann hefur oft verið fyrirferðarmikill í umræðunni og þá gjarnan notið talsverðar athygli í fjölmiðlum, nú síðast skoðanir sínar um sjávarútveginn. Undanfarið hef ég átt sífellt erfiðara með að átta mig á því á hvaða vegferð prófessorinn er eða hverju hann er að reyna að koma á framfæri með blaðaskrifum sínum. Því miður virðist hann fastur í slagorðakenndri umræðu um sjávarútveg sem er ótengd þeim raunveruleika sem ég þekki eftir að hafa verið tengdur sjávarútvegi frá því ég man eftir mér. Þórólfur segir orðrétt í grein sinni í Fréttablaðinu 4. ágúst 2022: „Án kvótans eru fyrirtækin varla rekstrarhæf. Samt láta endurskoðendur íslensku útgerðarfyrirtækjanna eins og þessi réttindi séu borðskraut á skrifborði forstjóra fyrirtækjanna þegar gerð er grein fyrir þeim í ársskýrslu í trássi við ótal ákvæði laga og reglugerða”. Fyrst vill ég segja, að ég efast ekki um að reikningar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja séu í samræmi við lög og reglur enda endurskoðaðir af til þess hæfu fólki með aðferðum sem njóta almennra viðurkenninga. Því furða ég mig á þessum ummælum prófessorsins um endurskoðun ársreikninga sjávarútvegsfyrirtækja. Hrakvirði prófessorsins Þegar rýnt er í skrif Þórólfs blasir við að það vefst fyrir honum að skilja að verðgildi veiðiheimilda byggist fyrst og fremst í þeim verðmætum sem úr þeim eru unnin. Veiðiheimildin er þannig eingöngu leyfi til að sækja óveiddan fisk, rétt eins og fjarskiptaleyfi er eingöngu heimild til að hefja rekstur fjarskiptafyrirtækis. Að sjálfsögðu eru taldar upp í ársreikningi sjávarútvegsfyrirtækja hvaða heimildir þau hafa til umráða, rétt eins og önnur fyrirtæki gera grein fyrir viðskipta- og eignasamningum sem eru í gildi. Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum eru talin upp hús, bátar, bílar, lóðir og tæki sem unnið er með í ársreikningi, sem og veiðiheimildir. Það er ekki verið að reikna hrakvirði eða hvaða upplausnarvirði fengist fyrir hvern og einn hlut sem fyrirtækið hefur til umráða. Það myndi skiptastjóri gera ef fyrirtækið færi í gjaldþrotameðferð. Nýlega áttu sér stað athyglisverð viðskipti í íslenskum sjávarútvegi. Þar ákváðu stjórnendur Vísis hf. í Grindavík, sem er vel rekið fyrirtæki í fullum rekstri, að sameinast öðru vel reknu fyrirtæki sem er á hlutabréfamarkaði. Markaðurinn mat það svo samstundis að eignir þeirra ríflega 5.000 hluthafa sem þarna eiga hlut hafi aukist vegna þess rekstrarhagræðis sem sameiningunni fylgir. Eignir fyrirtækjanna eru lagðar saman og metnar á sambærilegan hátt. Það er ekkert flóknara en það. Seljendur fá hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. í staðin fyrir hlutabréf í Vísi hf. og peninga til að borga í ríkissjóð vegna skatta sem falla á þá vegna þessara viðskipta. Síldarvinnslan hf. styrkir samkeppnisstöðu sína og verður fjölhæfari og stærri. Eigendur Vísis hf. fá hlut í öflugra fyrirtæki sem ávaxtar þeirra eign áfram og ríkissjóður fær marga milljarða króna í skatttekjur. Ekki verður séð annað en að allir hagnist á þessu, svo framarlega sem hagrænar forsendur sameiningarinnar standist. Framtíðin ein getur skorið úr um það. Réttindi voru skert Höfum í huga að bæði þessi fyrirtæki hafa vaxið og dafnað og hafa verið til frá því löngu fyrir daga kvótakerfisins. Það er villandi þegar prófessorinn heldur því fram að fyrirtækin sem um ræðir hafi fengið „réttindi [...] nánast ókeypis til ráðstöfunar”. Ekkert er eins fjarri lagi. Þessi fyrirtæki, eins og flest öll sjávarútvegsfyrirtæki, fengu leyfi til að halda áfram veiðum á fisk eftir að kvótakerfið var sett á. Með tilkomu kvótakerfisins var útgerðum bannað að veiða eins mikið og þær gátu. Í staðinn var þeim skammtað magn til veiða sem kallaði oft á sársaukafullar breytingar á rekstri þeirra. Með öðrum orðum, þau fengu takmörkuð „réttindi” til að veiða áfram í stað þess að vera með ótakmörkuð réttindi fyrir daga kvótakerfisins. Það ruglar eflaust prófessorinn í rýminu, þegar hann sér verð í viðskiptum með kvóta, þegar viðskipti eru með litlar einingar á milli fyrirtækja. Þá er um að ræða svokallað „jaðarverð“ sem er það verð sem útgerð er tilbúin að borga til að nýta betur þá fjárfestingu sem þegar er fyrir hendi. Það „jaðarverð“ er of hátt ef ætlunin væri að kaupa fullan kvóta og skip og hefja rekstur á nýju fyrirtæki. Afkoman í íslenskum sjávarútvegi stendur ekki undir slíkri fjárfestingu. Því er það svo að verðmat þeirra fyrirtækja, sem eru í kauphöllinni, mótast fyrst og fremst af þeirri afkomu sem fyrirtækin sýna en hefur lítið með hrakvirði eða upplausnarvirði fyrirtækjanna að gera. En það er rétt sem prófessorinn segir, án kvótans eru fyrirtæki í sjávarútvegi ekki rekstrarhæf. Það ættu þeir að hafa í huga sem vilja taka kvótann af þeim. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stundum er óskað eftir því að fólk í háskólasamfélaginu taki þátt í þjóðmálaumræðunni og leyfi þannig almenningi að njóta sérþekkingar sinnar og fræðikunnáttu. Ég veit ekki hvort þessi ósk hefur beinst sérstaklega að Þórólfi Matthíassyni, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, en hann hefur oft verið fyrirferðarmikill í umræðunni og þá gjarnan notið talsverðar athygli í fjölmiðlum, nú síðast skoðanir sínar um sjávarútveginn. Undanfarið hef ég átt sífellt erfiðara með að átta mig á því á hvaða vegferð prófessorinn er eða hverju hann er að reyna að koma á framfæri með blaðaskrifum sínum. Því miður virðist hann fastur í slagorðakenndri umræðu um sjávarútveg sem er ótengd þeim raunveruleika sem ég þekki eftir að hafa verið tengdur sjávarútvegi frá því ég man eftir mér. Þórólfur segir orðrétt í grein sinni í Fréttablaðinu 4. ágúst 2022: „Án kvótans eru fyrirtækin varla rekstrarhæf. Samt láta endurskoðendur íslensku útgerðarfyrirtækjanna eins og þessi réttindi séu borðskraut á skrifborði forstjóra fyrirtækjanna þegar gerð er grein fyrir þeim í ársskýrslu í trássi við ótal ákvæði laga og reglugerða”. Fyrst vill ég segja, að ég efast ekki um að reikningar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja séu í samræmi við lög og reglur enda endurskoðaðir af til þess hæfu fólki með aðferðum sem njóta almennra viðurkenninga. Því furða ég mig á þessum ummælum prófessorsins um endurskoðun ársreikninga sjávarútvegsfyrirtækja. Hrakvirði prófessorsins Þegar rýnt er í skrif Þórólfs blasir við að það vefst fyrir honum að skilja að verðgildi veiðiheimilda byggist fyrst og fremst í þeim verðmætum sem úr þeim eru unnin. Veiðiheimildin er þannig eingöngu leyfi til að sækja óveiddan fisk, rétt eins og fjarskiptaleyfi er eingöngu heimild til að hefja rekstur fjarskiptafyrirtækis. Að sjálfsögðu eru taldar upp í ársreikningi sjávarútvegsfyrirtækja hvaða heimildir þau hafa til umráða, rétt eins og önnur fyrirtæki gera grein fyrir viðskipta- og eignasamningum sem eru í gildi. Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum eru talin upp hús, bátar, bílar, lóðir og tæki sem unnið er með í ársreikningi, sem og veiðiheimildir. Það er ekki verið að reikna hrakvirði eða hvaða upplausnarvirði fengist fyrir hvern og einn hlut sem fyrirtækið hefur til umráða. Það myndi skiptastjóri gera ef fyrirtækið færi í gjaldþrotameðferð. Nýlega áttu sér stað athyglisverð viðskipti í íslenskum sjávarútvegi. Þar ákváðu stjórnendur Vísis hf. í Grindavík, sem er vel rekið fyrirtæki í fullum rekstri, að sameinast öðru vel reknu fyrirtæki sem er á hlutabréfamarkaði. Markaðurinn mat það svo samstundis að eignir þeirra ríflega 5.000 hluthafa sem þarna eiga hlut hafi aukist vegna þess rekstrarhagræðis sem sameiningunni fylgir. Eignir fyrirtækjanna eru lagðar saman og metnar á sambærilegan hátt. Það er ekkert flóknara en það. Seljendur fá hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. í staðin fyrir hlutabréf í Vísi hf. og peninga til að borga í ríkissjóð vegna skatta sem falla á þá vegna þessara viðskipta. Síldarvinnslan hf. styrkir samkeppnisstöðu sína og verður fjölhæfari og stærri. Eigendur Vísis hf. fá hlut í öflugra fyrirtæki sem ávaxtar þeirra eign áfram og ríkissjóður fær marga milljarða króna í skatttekjur. Ekki verður séð annað en að allir hagnist á þessu, svo framarlega sem hagrænar forsendur sameiningarinnar standist. Framtíðin ein getur skorið úr um það. Réttindi voru skert Höfum í huga að bæði þessi fyrirtæki hafa vaxið og dafnað og hafa verið til frá því löngu fyrir daga kvótakerfisins. Það er villandi þegar prófessorinn heldur því fram að fyrirtækin sem um ræðir hafi fengið „réttindi [...] nánast ókeypis til ráðstöfunar”. Ekkert er eins fjarri lagi. Þessi fyrirtæki, eins og flest öll sjávarútvegsfyrirtæki, fengu leyfi til að halda áfram veiðum á fisk eftir að kvótakerfið var sett á. Með tilkomu kvótakerfisins var útgerðum bannað að veiða eins mikið og þær gátu. Í staðinn var þeim skammtað magn til veiða sem kallaði oft á sársaukafullar breytingar á rekstri þeirra. Með öðrum orðum, þau fengu takmörkuð „réttindi” til að veiða áfram í stað þess að vera með ótakmörkuð réttindi fyrir daga kvótakerfisins. Það ruglar eflaust prófessorinn í rýminu, þegar hann sér verð í viðskiptum með kvóta, þegar viðskipti eru með litlar einingar á milli fyrirtækja. Þá er um að ræða svokallað „jaðarverð“ sem er það verð sem útgerð er tilbúin að borga til að nýta betur þá fjárfestingu sem þegar er fyrir hendi. Það „jaðarverð“ er of hátt ef ætlunin væri að kaupa fullan kvóta og skip og hefja rekstur á nýju fyrirtæki. Afkoman í íslenskum sjávarútvegi stendur ekki undir slíkri fjárfestingu. Því er það svo að verðmat þeirra fyrirtækja, sem eru í kauphöllinni, mótast fyrst og fremst af þeirri afkomu sem fyrirtækin sýna en hefur lítið með hrakvirði eða upplausnarvirði fyrirtækjanna að gera. En það er rétt sem prófessorinn segir, án kvótans eru fyrirtæki í sjávarútvegi ekki rekstrarhæf. Það ættu þeir að hafa í huga sem vilja taka kvótann af þeim. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun