Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar klukkan fimm í nótt vegna vonskuveðurs.

Þá fylgjumst við áfram með stöðunni á Gaza en hörð átök geisa á svæðinu.

Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu. Við skoðum hvernig stemningin var í göngunni í dag og ræðum við Siggu Beinteins í beinni útsendingu en hún spilar fyrir dansi í kvöld.

Þá hittum við öryggisfræðing sem segir nauðsynlegt að fólk hugi vel að búnaði í ferðahýsum fyrir ferðalög. Lífshættulegt geti verið að sofa með kveikt á gas-, olíu- eða rafmagnsbúnaði.

Við skoðum hvernig rekstur áliðnaðar hefur gengið hérlendis og fylgjumst með minningargöngu sem gengin var til minningar þeirra fjölmörgu æðarfugla sem þurfi að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri fyrr á árinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×