Biden greindist fyrst með Covid þann 21. júlí síðastliðinn og fór þá í einangrun. Greint var frá því sex dögum síðar hann væri ekki lengur með Covid og kominn úr einangrun.
Hann tók próf aftur þann 30. júní síðastliðinn og greindist þá aftur jákvæður. Hann var þá sendur í einangrun. Aftur.
CNN greinir frá því að Biden sé nú aftur búinn að greinast neikvæður en hann eigi þó eftir að fara í annað próf til að staðfesta það. Ef það próf er líka neikvætt þá losnar hann úr einangrun.
Biden hefur dvalið í Hvíta húsinu nú í sautján daga samfleytt og hlýtur að vera orðinn spenntur að geta farið út fyrir lóðina. Hann er ekki með neina viðburði á dagskrá en þeir viðburðir sem hann þurfti að mæta á á meðan hann var í einangrun notaði hann Zoom til að vera með. Allir blaðamannafundir Biden hafa verið haldnir fyrir utan Hvíta húsið á meðan hann var í einangrun.