Þrír Íslendingar komu við sögu er Venezia mætti Ascoli í dag. Bjarki Steinn Bjarkason byrjaði á miðju liðsins sem lenti 2-0 undir eftir mörk Dario Saric og Marcello Falzerano.
Hilmir Rafn og hinn 19 ára gamli Kristófer Jónsson komu báðir inn af bekk Venezia snemma í síðari hálfleik en það virtist sem öll von væri úti fyrir liðið eftir mark Falzerano á 70. mínútu.
What a scene.
— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) August 7, 2022
The 19-year-old Iceland youth international Hilmir Mikaelsson scores twice in the space of two minutes, the second a delightful chip of the keeper. His first two goals for the club.
89 | Venezia 2-2 Ascoli
Coppa Italia 22/23
Hilmir Rafn skoraði hins vegar fyrir Venezia á 88. mínútu og bætti öðru marki við aðeins mínútu síðar til að jafna leikinn 2-2.
Það stefndi allt í framlengingu en Frakkinn Noah Baudouin varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma sem tryggði Ascoli 3-2 sigur.
Venezia er því úr leik í bikarnum en Hilmir Rafn hefur leiktíðina hins vegar frábærlega og vel má vera að Íslendingarnir þrír fái nokkuð stór hlutverk hjá liðinu í vetur.