Fær annan lífstíðardóm fyrir morðið á Arbery Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2022 18:11 Travis McMichael var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp er hann myrti Ahmaud Arbery. AP/Stephen B. Morton Travis McMichael var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að fremja hatursglæp er hann myrti Ahmaud Arbery árið 2020 vegna litarháttar hans. Morðið framdi McMichael með tveimur öðrum karlmönnum en allir eru þeir hvítir en Arbery var svartur. Morðið vakti mikla athygli hitt í fyrra en Arbery var úti að skokka og óvopnaður þegar mennirnir þrír myrtu hann. Töldu mennirnir þrír, feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, að Arbery bæri ábyrgð á innbrotahrinu í nágrenni sínu. Mennirnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan.AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þeir sátu fyrir honum en þegar þeir sökuðu Arbery um innbrotin hljóp hann í burtu og Travis elti, vopnaður haglabyssu. Þegar Arbery reyndi að taka byssuna af Travis þá skaut Travis hann þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband. Feðgarnir og Bryan voru allir handteknir tveimur mánuðum eftir morðið og í janúar á þessu ári voru þeir allir dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar, feðgarnir án rétts til reynslulausnar, en Bryan getur sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Travis var í dag dæmdur aftur í lífstíðarfangelsi, nú fyrir hatursglæp. Hatursglæpir eru brot á alríkislögum en morðið sjálft hafði einungis verið brot á ríkislögum í Georgíu-ríki. Dómarinn í málinu, Lisa Godbey Wood, sagði fyrir dómi í dag að Travis hafi fengið réttmæt réttarhöld, ólíkt Arbery. Travis vildi sjálfur ekki tjá sig í réttarsal en lögmaður hans, Amy Lee Copeland, bað um að hann fengi vægari dóm þar sem hann hafði aldrei gerst sekur um brot á lögum áður og gegndi herskyldu á árum áður. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Morðið vakti mikla athygli hitt í fyrra en Arbery var úti að skokka og óvopnaður þegar mennirnir þrír myrtu hann. Töldu mennirnir þrír, feðgarnir Gregory og Travis McMichael og nágranni þeirra, William Bryan, að Arbery bæri ábyrgð á innbrotahrinu í nágrenni sínu. Mennirnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan.AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þeir sátu fyrir honum en þegar þeir sökuðu Arbery um innbrotin hljóp hann í burtu og Travis elti, vopnaður haglabyssu. Þegar Arbery reyndi að taka byssuna af Travis þá skaut Travis hann þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband. Feðgarnir og Bryan voru allir handteknir tveimur mánuðum eftir morðið og í janúar á þessu ári voru þeir allir dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar, feðgarnir án rétts til reynslulausnar, en Bryan getur sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Travis var í dag dæmdur aftur í lífstíðarfangelsi, nú fyrir hatursglæp. Hatursglæpir eru brot á alríkislögum en morðið sjálft hafði einungis verið brot á ríkislögum í Georgíu-ríki. Dómarinn í málinu, Lisa Godbey Wood, sagði fyrir dómi í dag að Travis hafi fengið réttmæt réttarhöld, ólíkt Arbery. Travis vildi sjálfur ekki tjá sig í réttarsal en lögmaður hans, Amy Lee Copeland, bað um að hann fengi vægari dóm þar sem hann hafði aldrei gerst sekur um brot á lögum áður og gegndi herskyldu á árum áður.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00
Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16