Vopnasendingin felur meðal annars í sér eldflaugar fyrir HIMARS-eldflaugakerfið, þúsundir þungavopna, sprengjuvörpur og fjölda annarra vopna beint úr birgðum varnarmálaráðuneytisins.
Með þessari vopnasendingu hafa Bandaríkin styrkt Úkraínu um meira en níu milljarða Bandaríkjadala frá því að Rússar gerðu innrás inn í Úkraínu í febrúar.
Undanfarna fjóra mánuði hafa Rússar lagt þunga áherslu að ná yfirráðum yfir Donbas-héraði í austurhluta Úkraínu. Rússneski herinn hefur jafnt og þétt náð að taka yfir stóra hluta héraðsins samhliða því að bæla niður gagnsóknir úkraínska hersins.