„Við erum öflugir í lok leikja“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Hulda Margrét „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. „Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Sjá meira
„Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Sjá meira
Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti