Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Bjarki Sigurðsson og Elísabet I. Sigurðardóttir skrifa 8. ágúst 2022 22:45 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Stöð 2 Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar. Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar.
Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10
Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent