Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2022 10:01 Harðarmenn fagna sigri í Grill 66 deildinni og sæti í Olís-deildinni. hörður Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn. Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með
Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00