Enginn Tvíhöfði í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 20:17 Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr skipa Tvíhöfða. Vísir Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“ Menning Ríkisútvarpið Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“
Menning Ríkisútvarpið Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira