Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 17:08 Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri, eru sammála um að afsögn Drífu komi sér ekki á óvart. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þessi ákvörðun forseta að stíga til hliðar. Það jákvæða í þessu er að hún ákveður að gera það strax í stað þess að bíða þingsins,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um afsögn Drífu Snædal í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa stutt Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ á sínum tíma en að afstaða hans hafi breyst með tímanum. „Ég taldi að hún gæti staðið undir því verkefni sem er að sameina hreyfinguna, og vera það sameiningartákn og sameiningarafl sem hreyfingin á að vera út á við í gegnum Alþýðusambandið, eftir þeim stefnum sem aðildarfélögin setja. Það komu fljótlega fram hnökrar á þessu samstarfi,“ segir hann. Þá segir Ragnar Þór sig og sína bandamenn hafa róið að því öllum árum að bæta samstarf milli aðildarfélaganna og Alþýðusambandsins. „Það er samráðsleysi, mikill skortur á upplýsingum og samráði við aðildarfélögin og í sjálfu sér bara erfitt fyrir okkur að fá forsetann til að fylgja eftir þeim stefnumálum sem okkar grasrót og bakland er að setja. Það er í stuttu máli vandamálið,“ segir hann. Dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir sambandinu Ragnar Þór segir dapurlegt að sjá að Alþýðusambandið hafi í mörg ár reynt að vera stefnuráðandi fyrir aðildarfélögin frekar en að fylgja stefnumótun þeirra. „Við í stóru félögunum, og bara aðildarfélögunum, erum að greiða þarna inn fleiri hundruð milljónir á ári og halda þessu apparati gangandi og við hljótum að geta gert þá kröfu að það vinni fyrir okkur en ekki á móti okkur,“ segir hann. Þá segir hann að því hafi verið velt upp að VR gangi hreinlega úr ASÍ. „Við í baklandi og stjórn VR höfum rætt það um árabil, ekki bara í minni formannstíð, hvort okkar hagsmunum sé betur borgið innan Alþýðusambandsins eða ekki,“ segir hann. Ragnar segir þó að í stað þess að fara úr Alþýðusambandinu hafi VR ákveðið að gera sig frekar meira gildandi innan sambandsins. Að lokum segist Ragnar ekkert hafa ákveðið með framhaldið. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun hvort ég bjóði mig fram til forseta eða áframhaldandi setu í VR. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að verkefninu sem er fram undan sem eru kjarasamningar,“ segir hann. Augljóst að formaður þurfi frá þegar traustið er tapað Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, slær á sama streng og Ragnar Þór og kveðst ekki hissa á ákvörðun Drífu. „Það sem kemur mér helst á óvart er að hún skuli víkja strax, ég átti frekar von á því að hún myndi tilkynna að hún myndi ekki bjóða sig fram á komandi þingi,“ segir hann. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að þegar formaður ASÍ nýtur ekki traust formanna margra aðildarfélaga, meðal annars hans sjálfs, þurfi hann að segja af sér. „Ef þú hefur ekki traust og miðlar ekki upplýsingum rétt til þeirra sem forsetinn er að vinna fyrir á hverjum tíma fyrir sig, þá fer illa,“ segir hann. Ekki óeðlilegt að tekist sé á Vilhjálmur segir ekkert óeðlilegt að tekist sé á innan verkalýðshreyfingarinnar enda sé um að ræða 120 þúsund manna félagasamtök sem skipta verkalýðinn miklu máli. Tíminn verði að leiða í ljós hver verði næsti formaður ASÍ. „Ég er formaður Starfsgreinasambands Íslands, sem er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og hef ekki í hyggju að bjóða mig fram sem forseta Alþýðusambands Íslands. Þá segist hann klárlega myndi styðja bæði þau Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, til formennsku í ASÍ. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þessi ákvörðun forseta að stíga til hliðar. Það jákvæða í þessu er að hún ákveður að gera það strax í stað þess að bíða þingsins,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um afsögn Drífu Snædal í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa stutt Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ á sínum tíma en að afstaða hans hafi breyst með tímanum. „Ég taldi að hún gæti staðið undir því verkefni sem er að sameina hreyfinguna, og vera það sameiningartákn og sameiningarafl sem hreyfingin á að vera út á við í gegnum Alþýðusambandið, eftir þeim stefnum sem aðildarfélögin setja. Það komu fljótlega fram hnökrar á þessu samstarfi,“ segir hann. Þá segir Ragnar Þór sig og sína bandamenn hafa róið að því öllum árum að bæta samstarf milli aðildarfélaganna og Alþýðusambandsins. „Það er samráðsleysi, mikill skortur á upplýsingum og samráði við aðildarfélögin og í sjálfu sér bara erfitt fyrir okkur að fá forsetann til að fylgja eftir þeim stefnumálum sem okkar grasrót og bakland er að setja. Það er í stuttu máli vandamálið,“ segir hann. Dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir sambandinu Ragnar Þór segir dapurlegt að sjá að Alþýðusambandið hafi í mörg ár reynt að vera stefnuráðandi fyrir aðildarfélögin frekar en að fylgja stefnumótun þeirra. „Við í stóru félögunum, og bara aðildarfélögunum, erum að greiða þarna inn fleiri hundruð milljónir á ári og halda þessu apparati gangandi og við hljótum að geta gert þá kröfu að það vinni fyrir okkur en ekki á móti okkur,“ segir hann. Þá segir hann að því hafi verið velt upp að VR gangi hreinlega úr ASÍ. „Við í baklandi og stjórn VR höfum rætt það um árabil, ekki bara í minni formannstíð, hvort okkar hagsmunum sé betur borgið innan Alþýðusambandsins eða ekki,“ segir hann. Ragnar segir þó að í stað þess að fara úr Alþýðusambandinu hafi VR ákveðið að gera sig frekar meira gildandi innan sambandsins. Að lokum segist Ragnar ekkert hafa ákveðið með framhaldið. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun hvort ég bjóði mig fram til forseta eða áframhaldandi setu í VR. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að verkefninu sem er fram undan sem eru kjarasamningar,“ segir hann. Augljóst að formaður þurfi frá þegar traustið er tapað Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, slær á sama streng og Ragnar Þór og kveðst ekki hissa á ákvörðun Drífu. „Það sem kemur mér helst á óvart er að hún skuli víkja strax, ég átti frekar von á því að hún myndi tilkynna að hún myndi ekki bjóða sig fram á komandi þingi,“ segir hann. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að þegar formaður ASÍ nýtur ekki traust formanna margra aðildarfélaga, meðal annars hans sjálfs, þurfi hann að segja af sér. „Ef þú hefur ekki traust og miðlar ekki upplýsingum rétt til þeirra sem forsetinn er að vinna fyrir á hverjum tíma fyrir sig, þá fer illa,“ segir hann. Ekki óeðlilegt að tekist sé á Vilhjálmur segir ekkert óeðlilegt að tekist sé á innan verkalýðshreyfingarinnar enda sé um að ræða 120 þúsund manna félagasamtök sem skipta verkalýðinn miklu máli. Tíminn verði að leiða í ljós hver verði næsti formaður ASÍ. „Ég er formaður Starfsgreinasambands Íslands, sem er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og hef ekki í hyggju að bjóða mig fram sem forseta Alþýðusambands Íslands. Þá segist hann klárlega myndi styðja bæði þau Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, til formennsku í ASÍ.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23