Börn geti fengið of stóran skammt af svefnlyfjum vegna ósamræmis samheitalyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 22:17 Viðar Örn Eðvarðsson segir að þegar fjölskyldur séu komnar í þrot vegna svefnleysis barns geti þurft að ávísa svefnlyfjum, Samsett/Domus/Getty Sérfræðingur í nýrnalækningum barna segir „bagalegt“ að lyfseðilsskylt svefnlyf fyrir börn fáist ekki á landinu og að samheitalyf skuli koma í mörgum mismunandi styrkleikum. Slíkt geti valdið því að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til. Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til.
Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira