Gefa lítið fyrir vælið í Mosfellingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Sveinn Andri Sveinsson kom lítið við sögu hjá Aftureldingu á þeim tveimur árum sem hann var hjá félaginu. vísir/hulda margrét Þríeykið í Handkastinu gefur lítið fyrir umkvartanir Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar, vegna félagaskipta Sveins Andra Sveinssonar. Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september. Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september.
Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira