Félag sem átti að verða eitt það besta í Evrópu leggur upp laupana Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 08:00 Samuel Eto'o lék með Anzhi í rúmar tvær leiktíðir og var á meðal launahæstu leikmanna heims. Mike Kireev/Epsilon/Getty Images Rússneska liðið Anzhi Makhachkala átti að verða að einu stærsta liði Evrópu árið 2011 þegar óligarkinn Suleyman Kerimov pumpaði peningum í félagið sem raðaði inn stórstjörnum. Nú er félagið á barmi gjaldþrots og hefur ekki fengið keppnisréttindi í þriðju efstu deild í Rússlandi. Félagið var stofnað árið 1991 og er staðsett í bænum Kaspiysk í Rússlandi sem er með íbúafjölda upp á 100 þúsund manns. Félagið komst í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sinni sögu árið 2011 en það ár keypti milljarðamæringurinn og ólígarkinn Suleyman Kerimov félagið og sagðist ætla að koma því í fremstu röð. Anzhi er uppeldisfélag Kerimovs, sem lék fótbolta í æsku, og hann ætlaði ekki að láta skort á fé halda aftur af liðinu. Hann lagði fram 230 milljón evra fjármagn til að eyða á leikmannamarkaðinum, þar sem markmiðið var að komast í Meistaradeild Evrópu á innan við þremur árum. Hann fjármagnaði þá byggingu 30 þúsund manna leikvangs, Anzhi Arena, og stofnaði akademíu með þeim kostnaði sem því fylgir. Rándýrar stjörnur 37 ára gamall Roberto Carlos var kominn heim til Corinthians hvar hann ætlaði að enda ferilinn en gat ekki hafnað rússagullinu.Kirill Kudryavtsev/Epsilon/Getty Images Kerimov fór geist af stað en í mars 2011 hafði hann fjármagnað kaup á 13 leikmönnum. Þar á meðal var brasilíska ofurstjarnan Roberto Carlos, sem kom frá Corinthians í heimalandinu, ásamt miðjumanninum Jucilei. Einnig keypti hann Mbark Boussoufa, sem hafði gert það gott í Belgíu eftir að hafa verið í akademíu Chelsea, og brasilíska framherjann Diego Tardelli. Sumarið 2011 bætti hann enn frekar í. Hann keypti ungverska landsliðsmanninn Balazs Dzsudzsak frá PSV, rússneska landsliðsmanninn Yuri Zhirkov frá Chelsea og aðra stórstjörnu, Samuel Eto'o frá Inter Milan. Margar fréttir bárust af himinháum launum Eto'o hjá félaginu, en hann var á meðal launahæstu leikmanna heims með 20 milljónir evra á ári eftir skatt. Þá vildi hann ekki flytja til smábæjarins Kaspyisk og var þess í stað á fimm stjörnu hóteli í Moskvu allan sinn tíma hjá Anzhi og var flogið daglega með þyrlu á æfingar. Alls keypti Anzhi 28 leikmenn á fystu tólf mánuðunum í eignartíð Kerimovs en félagið fékk Christopher Samba frá Blackburn snemma árs 2012, og bætti við Fílbeinstrendingnum Lacina Traoré, sem þótti þá mikið efni, miðjumanninum Lassana Diarra frá Real Madrid og Brasilíumanninum Willian frá Shakhtar Donetsk. Eitt gott tímabil undir Hiddink Samba, til vinsti, í leik gegn Liverpool í Evrópudeildinni.Nordic Photos / Getty Images Eftir að hafa farið í gegnum fimm þjálfara á fyrstu leiktíð Kerimovs, 2011 til 2012, kom meiri stöðugleiki á öðru tímabilinu þar sem Hollendingurinn Guus Hiddink stýrði liðinu. Það lenti í þriðja sæti í deildinni, hlaut silfur í bikarnum og vann Liverpool í riðlakeppni Evrópudeildarinnar áður en það féll úr keppni fyrir Newcastle United í 16-liða úrslitum. Það hallaði hins vegar allhressilega undan fæti í kjölfarið. Kerimov hafði ætlað sér um of þar sem reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi bitu hann í rassinn og ljóst var að það þyrfti að draga úr kostnaði til að eiga ekki von á himinháum sektum frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Willan fór ári eftir kaupin til Chelsea þar sem hann hafði aðeins spilað ellefu deildarleiki með Anzhi á tólf mánuðum. Arfleifðin lexía fyrir önnur nýrík félög Brasilíumaðurinn Willian spilaði ekki mikið hjá Anzhi áður en hann var seldur til Chelsea hvar hann vann tvö Englandsmeistaratitla.Sebastian Kahnert/picture alliance via Getty Images Boussoufa, Zhirkov, Eto'o, Diarra, Willian, Traoré, Samba og Jucilei hurfu allir á braut, líkt og rússnesku landsliðsmennirnir Igor Denisov (keyptur í júní 2013 og seldur í ágúst sama ár) og Aleksandr Kokorin (keyptur í júlí og seldur í águst 2013). Hiddink hætti sumarið 2013 og liðið féll um veturinn niður í næst efstu deild. Það komst beint aftur upp en liðið sem mætti til leiks í rússnesku úrvalsdeildinni tímabilið 2015 til 2016 var algjörlega óþekkjanlegt frá því sem sést hafði þremur árum fyrr. Kerimov átti félagið fram til ársins 2016 en tímabilið 2018 til 2019 féll það á ný og hefur verið í frjálsu falli síðan. Liðið er sem stendur í þriðju efstu deild og er gott sem gjaldþrota. Það hefur uppfyllir ekki kröfur rússneska knattspyrnusambandsins til að taka þátt í þriðju efstu deild á komandi leiktíð og verður því lagt niður. Eftir standa góðar minningar um eitt frábært tímabil undir Hiddink og stjörnuljóma Eto'o og Carlosar, en afleiðingin er niðurlagning félags eftir rúmlega 30 ára starfsemi þess. Arfleifð skammvinns ævintýris Anzhi undir Kerimov er lexía fyrir önnur nýrík félög. Það hefur verkað sem víti til varnaðar stórum félögum í eigu olíuríkja frá Miðausturlöndum sem hafa farið betur með að dansa á línu reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi. Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Félagið var stofnað árið 1991 og er staðsett í bænum Kaspiysk í Rússlandi sem er með íbúafjölda upp á 100 þúsund manns. Félagið komst í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sinni sögu árið 2011 en það ár keypti milljarðamæringurinn og ólígarkinn Suleyman Kerimov félagið og sagðist ætla að koma því í fremstu röð. Anzhi er uppeldisfélag Kerimovs, sem lék fótbolta í æsku, og hann ætlaði ekki að láta skort á fé halda aftur af liðinu. Hann lagði fram 230 milljón evra fjármagn til að eyða á leikmannamarkaðinum, þar sem markmiðið var að komast í Meistaradeild Evrópu á innan við þremur árum. Hann fjármagnaði þá byggingu 30 þúsund manna leikvangs, Anzhi Arena, og stofnaði akademíu með þeim kostnaði sem því fylgir. Rándýrar stjörnur 37 ára gamall Roberto Carlos var kominn heim til Corinthians hvar hann ætlaði að enda ferilinn en gat ekki hafnað rússagullinu.Kirill Kudryavtsev/Epsilon/Getty Images Kerimov fór geist af stað en í mars 2011 hafði hann fjármagnað kaup á 13 leikmönnum. Þar á meðal var brasilíska ofurstjarnan Roberto Carlos, sem kom frá Corinthians í heimalandinu, ásamt miðjumanninum Jucilei. Einnig keypti hann Mbark Boussoufa, sem hafði gert það gott í Belgíu eftir að hafa verið í akademíu Chelsea, og brasilíska framherjann Diego Tardelli. Sumarið 2011 bætti hann enn frekar í. Hann keypti ungverska landsliðsmanninn Balazs Dzsudzsak frá PSV, rússneska landsliðsmanninn Yuri Zhirkov frá Chelsea og aðra stórstjörnu, Samuel Eto'o frá Inter Milan. Margar fréttir bárust af himinháum launum Eto'o hjá félaginu, en hann var á meðal launahæstu leikmanna heims með 20 milljónir evra á ári eftir skatt. Þá vildi hann ekki flytja til smábæjarins Kaspyisk og var þess í stað á fimm stjörnu hóteli í Moskvu allan sinn tíma hjá Anzhi og var flogið daglega með þyrlu á æfingar. Alls keypti Anzhi 28 leikmenn á fystu tólf mánuðunum í eignartíð Kerimovs en félagið fékk Christopher Samba frá Blackburn snemma árs 2012, og bætti við Fílbeinstrendingnum Lacina Traoré, sem þótti þá mikið efni, miðjumanninum Lassana Diarra frá Real Madrid og Brasilíumanninum Willian frá Shakhtar Donetsk. Eitt gott tímabil undir Hiddink Samba, til vinsti, í leik gegn Liverpool í Evrópudeildinni.Nordic Photos / Getty Images Eftir að hafa farið í gegnum fimm þjálfara á fyrstu leiktíð Kerimovs, 2011 til 2012, kom meiri stöðugleiki á öðru tímabilinu þar sem Hollendingurinn Guus Hiddink stýrði liðinu. Það lenti í þriðja sæti í deildinni, hlaut silfur í bikarnum og vann Liverpool í riðlakeppni Evrópudeildarinnar áður en það féll úr keppni fyrir Newcastle United í 16-liða úrslitum. Það hallaði hins vegar allhressilega undan fæti í kjölfarið. Kerimov hafði ætlað sér um of þar sem reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi bitu hann í rassinn og ljóst var að það þyrfti að draga úr kostnaði til að eiga ekki von á himinháum sektum frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Willan fór ári eftir kaupin til Chelsea þar sem hann hafði aðeins spilað ellefu deildarleiki með Anzhi á tólf mánuðum. Arfleifðin lexía fyrir önnur nýrík félög Brasilíumaðurinn Willian spilaði ekki mikið hjá Anzhi áður en hann var seldur til Chelsea hvar hann vann tvö Englandsmeistaratitla.Sebastian Kahnert/picture alliance via Getty Images Boussoufa, Zhirkov, Eto'o, Diarra, Willian, Traoré, Samba og Jucilei hurfu allir á braut, líkt og rússnesku landsliðsmennirnir Igor Denisov (keyptur í júní 2013 og seldur í ágúst sama ár) og Aleksandr Kokorin (keyptur í júlí og seldur í águst 2013). Hiddink hætti sumarið 2013 og liðið féll um veturinn niður í næst efstu deild. Það komst beint aftur upp en liðið sem mætti til leiks í rússnesku úrvalsdeildinni tímabilið 2015 til 2016 var algjörlega óþekkjanlegt frá því sem sést hafði þremur árum fyrr. Kerimov átti félagið fram til ársins 2016 en tímabilið 2018 til 2019 féll það á ný og hefur verið í frjálsu falli síðan. Liðið er sem stendur í þriðju efstu deild og er gott sem gjaldþrota. Það hefur uppfyllir ekki kröfur rússneska knattspyrnusambandsins til að taka þátt í þriðju efstu deild á komandi leiktíð og verður því lagt niður. Eftir standa góðar minningar um eitt frábært tímabil undir Hiddink og stjörnuljóma Eto'o og Carlosar, en afleiðingin er niðurlagning félags eftir rúmlega 30 ára starfsemi þess. Arfleifð skammvinns ævintýris Anzhi undir Kerimov er lexía fyrir önnur nýrík félög. Það hefur verkað sem víti til varnaðar stórum félögum í eigu olíuríkja frá Miðausturlöndum sem hafa farið betur með að dansa á línu reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi.
Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn