Voru að leita að trúnaðargögnum um kjarnorkuvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:52 Þar sem Trump hefur ekki sett sig upp á móti því að leitarheimildin verði gerð opinber má leiða líkur að því að hún verði birt í dag eða um helgina. AP/Julia Nikhinson Fulltrúar Bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem gerðu húsleit á heimili Donald Trump í Mar a Lago í Flórída voru meðal annars að leita að trúnaðargögnum er vörðuðu kjarnorkuvopn. Þetta herma heimildir Washington Post. Heimildarmenn blaðsins gátu hins vegar ekki gefið upp hvort gögnin vörðuðu vopnabúr Bandaríkjanna eða annars ríkis. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að hann hefði persónulega gefið heimild fyrir leitinni og sagði dómsmálaráðuneytið hafa farið þess á leit við dómstól í Flórída að leitarheimildin yrði gerð opinber, þar sem Trump hefði sjálfur kosið að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum. Í beiðni ráðuneytisins segir að það sé hagsmunamál að almenningur fái að vita hvers vegna húsleitin var framkvæmd. Heimili Trump í Flórída.AP/Steve Helber Forsetinn fyrrverandi kallaði sjálfur eftir því í gær að leitarheimildin yrði gerð opinber. Stuðningsmenn hans eru æfareiðir vegna leitarinnar og hafa nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengið svo langt að saka Alríkislögregluna um að hyggjast koma fyrir sönnunargögnum á heimili Trump. Trump varð tíðrætt um vopnabúr Bandaríkjamanna þegar hann var forseti og gortaði oft af því að hafa aðgang að afar leynilegum gögnum um stöðu vopnabirgðanna. Þá sagði hann við blaðamanninn Bob Woodward að Bandaríkjamenn ættu „ótrúleg“ vopn, vopn sem enginn hefði heyrt um, ekki einu sinni Vladimir Pútín Rússlandsforseti né Xi Jinping, forseti Kína. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30 Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10. ágúst 2022 14:39 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Heimildarmenn blaðsins gátu hins vegar ekki gefið upp hvort gögnin vörðuðu vopnabúr Bandaríkjanna eða annars ríkis. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að hann hefði persónulega gefið heimild fyrir leitinni og sagði dómsmálaráðuneytið hafa farið þess á leit við dómstól í Flórída að leitarheimildin yrði gerð opinber, þar sem Trump hefði sjálfur kosið að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum. Í beiðni ráðuneytisins segir að það sé hagsmunamál að almenningur fái að vita hvers vegna húsleitin var framkvæmd. Heimili Trump í Flórída.AP/Steve Helber Forsetinn fyrrverandi kallaði sjálfur eftir því í gær að leitarheimildin yrði gerð opinber. Stuðningsmenn hans eru æfareiðir vegna leitarinnar og hafa nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengið svo langt að saka Alríkislögregluna um að hyggjast koma fyrir sönnunargögnum á heimili Trump. Trump varð tíðrætt um vopnabúr Bandaríkjamanna þegar hann var forseti og gortaði oft af því að hafa aðgang að afar leynilegum gögnum um stöðu vopnabirgðanna. Þá sagði hann við blaðamanninn Bob Woodward að Bandaríkjamenn ættu „ótrúleg“ vopn, vopn sem enginn hefði heyrt um, ekki einu sinni Vladimir Pútín Rússlandsforseti né Xi Jinping, forseti Kína.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30 Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10. ágúst 2022 14:39 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30
Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10. ágúst 2022 14:39
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29
Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56