Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 15:54 Sveinn Arnarsson Arnar Grétarsson Úr einkasafni/Vísir/Diego Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag. Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti