Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 15:54 Sveinn Arnarsson Arnar Grétarsson Úr einkasafni/Vísir/Diego Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag. Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira