„Þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 160 milljónir fyrir þátttöku í Evrópukeppni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 09:00 Viðar Halldórsson situr í nefnd UEFA. Vísir/Stöð 2 Góður árangur íslensku liðanna á Evrópumótunum í fótbolta í sumar hefur verulega þýðingu, ekki síst fjárhagslega, segir formaður FH, Viðar Halldórsson, sem á sæti í nefnd knattspyrnusambands Evrópu sem skipuleggur keppnina. „Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira