Beittu armlás og tóku dróna svissnesks tökuliðs ófrjálsri hendi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2022 16:32 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals. Vísir/Egill Lögreglan á Vesturlandi hefur endurheimt dróna svissnesks tökuliðs sem níu starfsmenn Hvals tóku ófrjálsri hendi þegar tökuliðið var að mynda hvalstöðina í Hvalfirði. Tökuliðið hefur nú gefið skýrslu hjá lögreglu en Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, hefur einnig kært atvikið. Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu. Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu.
Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira