Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 13. ágúst 2022 18:38 Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira