Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 13. ágúst 2022 18:38 Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall piltur, gisti á Barnaspítala Hringsins í nótt en hefur verið útskrifaður. Líðan hans er stöðug. Árásin var við Ingólfstorg eftir átök á milli tveggja hópa. Lögreglan leitaði árásarmannanna í nótt og bar sú leit árangur í morgun. Hinir handteknu eru sautján og átján ára gamlir. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í Reykjavík. Börn koma reglulega inn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar segir yfirlæknir en notkun nikótínpúða færist í aukana hér á landi. Hann segir yfirvöld vera of treg að bregðast við nýjum tegundum sem geta reynst hættulegar. Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur kært þýska þingið fyrir að svipta hann embættisfríðindum vegna tengsla hans við Rússland. Schröder krefst þess að fá aftur skrifstofu í þinginu með tilheyrandi starfsliði. Það kenndi ýmissa grasa í menningarlífinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við kíkjum á það. "Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum", segir sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira