Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik 14. ágúst 2022 20:33 Jón Þór Hauksson var sáttur við sína menn þrátt fyrir tapið. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. „Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
„Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti