Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Vegartálminn sem maðurinn klessti á en í bakgrunni má sjá þinghúsið. Getty/Tasos Katopodis Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma samkvæmt frétt AP um málið. Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Richard A. York III, 29 ára Delawere-búi, en að sögn yfirvalda þá klessti York bíl sínum á vegartálma á vegi sem leiðir að þinghúsinu. Í kjölfarið steig hann út úr bílnum sem hafði þá kviknað í og skaut úr byssu sinni út í loftið, að því er virðist handahófskennt. Þegar lögreglumenn nálguðust York skaut hann sjálfan sig og var síðar úrskurðaður látinn. Auknar árásir og hótanir upp á síðkastið Tom Manger, lögreglustjóri Capitol-lögreglunnar, sagði við fjölmiðla að lögreglumenn hefðu ekki heyrt York segja neitt áður en hann skaut úr byssu sinni. Þá sagði Manger að yfirvöld væru að rannsaka hvort maðurinn hefði sjálfur kveikt í bílnum þar sem áreksturinn virtist ekki hafa valdið honum. Áreksturinn minnir á sambærilegt atvik sem átti sér stað í apríl 2021 þegar maður keyrði á bíl sínum yfir tvo lögreglumenn við þinghúsið og drap annan þeirra. Þá kemur þessi árekstur einnig í kjölfar annarra árása og hótana sem lögreglumenn og alríkislögreglumenna hafa þurft að þola víða um Bandaríkin eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06 Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að staðartíma samkvæmt frétt AP um málið. Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Richard A. York III, 29 ára Delawere-búi, en að sögn yfirvalda þá klessti York bíl sínum á vegartálma á vegi sem leiðir að þinghúsinu. Í kjölfarið steig hann út úr bílnum sem hafði þá kviknað í og skaut úr byssu sinni út í loftið, að því er virðist handahófskennt. Þegar lögreglumenn nálguðust York skaut hann sjálfan sig og var síðar úrskurðaður látinn. Auknar árásir og hótanir upp á síðkastið Tom Manger, lögreglustjóri Capitol-lögreglunnar, sagði við fjölmiðla að lögreglumenn hefðu ekki heyrt York segja neitt áður en hann skaut úr byssu sinni. Þá sagði Manger að yfirvöld væru að rannsaka hvort maðurinn hefði sjálfur kveikt í bílnum þar sem áreksturinn virtist ekki hafa valdið honum. Áreksturinn minnir á sambærilegt atvik sem átti sér stað í apríl 2021 þegar maður keyrði á bíl sínum yfir tvo lögreglumenn við þinghúsið og drap annan þeirra. Þá kemur þessi árekstur einnig í kjölfar annarra árása og hótana sem lögreglumenn og alríkislögreglumenna hafa þurft að þola víða um Bandaríkin eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06 Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI skotinn til bana eftir eftirför lögreglu Brynklæddur og vopnaður maður sem reyndi að brjótast inn í skrifstofu FBI fyrr í dag og flúði af vettvangi var skotinn til bana af ríkislögregluþjónum eftir klukktíma langa eftirför um sveitavegi Ohio-ríkis. 12. ágúst 2022 00:06
Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. 3. apríl 2021 11:42
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11