„Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 19:00 Birna Kristín Sigurjónsdóttir sjálfboðaliði hjá samtökunum Pepp Arnar Halldórsson Einstæð móðir og sjálfboðaliði í samtökum um fátækt segir fólk kvíða hækkandi útgjöldum sem fylgja skólabyrjun. Hún leggur til að börnum verði útvegaðar skólatöskur. Vaxandi verðbólga bitni helst á þeim sem glíma við fátækt. Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
„Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45