Þórsarar reyndu ekki að fá bulldómnum breytt Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Bæði leikmenn Þórs og Selfoss reyndu að benda dómaranum reynslumikla Erlendi Eiríkssyni á það að hann væri að reka rangan leikmann af velli. Skjáskot/433.is Knattspyrnudeild Þórs ákvað að sækjast ekki formlega eftir því að Hermann Helgi Rúnarsson slyppi við leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk ranglega vegna misskilnings dómarans reynslumikla, Erlends Eiríkssonar, í leik gegn Selfossi. Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið. Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira
Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira