Þetta er sögulegur árangur því Úlfhildur Arna varð þar með fyrsti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á Evrópumóti í ólympískum lyftingum.
Úlfhildur Arna keppti í U17 flokki og fékk silfur í snörun, jafnhendingu sem og samanlagt.
Hún lyfti 80 kílóum í snörun og 101 kílói í jafnhendingu eða 181 kílói samanlagt.
Armensk stúlka varð í þriðja sæti í snörun en Evrópumeistarinn kom frá Finnlandi.
Þýsk stelpa varð í þriðja sæti í jafnhendingu en Evrópumeistarinn kom frá Finnlandi.
Þýska stelpan lyfti 178 kílóum samanlagt og vann brons í samanlögðu en finnski Evrópumeistarinn, Janette Ylisoini, vann sannfærandi sigur með því að lyfta 201 kílóum.