Al Arabi vann í dag 2-0 sigur gegn Al Markhiya og lék Aron að vanda allar níutíu mínúturnar í leiknum. Fyrr í sumar skrifaði hann undir nýjan samning við Al Arabi eftir að hafa verið hjá félaginu frá árinu 2019.
Al Arabi hóf tímabilið á þremur heimaleikjum og hefur unnið þá alla eins og fyrr segir. Í dag skoruðu Sýrlendingurinn Omar Al Somah og Túnisbúinn Youssef Msakni mörkin.
Næsti leikur Al Arabi er gegn Al Shamal eftir rúma viku og er það jafnframt fyrsti útileikur tímabilsins hjá Al Arabi.