Þórir gengur til liðs við Oviedo frá Landstede Hammers sem leikur í BNXT-deildinni í Hollandi og Belgíu, en frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Oviedo.
✍️ El islandés Thorir Gudmundur Thorbjarnarson, nuevo jugador del Alimerka OCB
— Oviedo Club Baloncesto (@oviedocb) August 16, 2022
Estos son sus números en la BNXT League:
🏀 12,3 pts
🎯 50% T2 / 32,4% T3 / 81% TL
⏱️ 31 minutos
➡️ 5,2 reb / 3,3 as.
🗞️ https://t.co/bk7JmWtzew
¡Bienvenido, @Totiturbo!#yosoyOCB pic.twitter.com/TmYsQB0V6l
Þórir hóf feril sinn hjá KR hér á landi, en á árunum 2017-2021 var hann á mála hjá Nebraska í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Á seinasta tímabili skilaði Þórir að meðaltali 12 stigum, fimm fráköstum og þrem stoðsendingum í leik með Landstede Hammers. Hann er annar Íslendingurinn sem semur við lið í spænsku B-deildinni fyrir næsta tímabil, en fyrr í sumar samdi Ægir Þór Steinarson við HLA Alicante.