Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 07:30 Grínistinn Elon Musk. Dimitrios Kambouris/Getty Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru eigendur þeirra, Glazer-fjölskyldan, mögulega að toppa sig í óvinsældum um þessar mundir. Mikið andúð hefur ríkt í garð eigendanna síðan fjölskyldan keypti félagið og steypti því í skuldir. Stuðningsfólk Man United bíður í ofvæni eftir nýjum eigendum og því hafa eflaust mörg þeirra hoppað hæð sína er Musk sagðist ætla að kaupa félagið en ljóst er að hann hefur efni á því. Musk, sem er enn í málaferlum við Twitter þar sem hann ætlaði sér að kaupa samfélagsmiðilinn en hætti svo við, grínaðist með þetta á Twitter. Also, I m buying Manchester United ur welcome— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Eftir að segja „Til að taka allan vafa af, ég styð vinstri hluta Repúblikanaflokksins og hægri hluta Demókrataflokksins“ þá bætti Musk við: „Einnig er ég að festa kaup á Manchester United. Verði ykkur að því.“ Lét Musk ummælin standa og hefur meira en hálf milljón líkað við það þegar þetta er skrifað. Musk viðurkenndi þó að hann væri að grínast er hann var spurður hvort honum væri alvara. Although, if it were any team, it would be Man U. They were my fav team as a kid.— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 „Nei, þetta er brandari sem hefur verið lengi í gangi á Twitter, ég er ekki að fara kaupa íþróttalið … ef ég myndi hins vegar kaupa íþróttalið þá væri það Man United. Þeir voru uppáhaldsliðið mitt þegar ég var krakki.“ „Uppistand er aukavinnan mín,“ sagði hinn 51 árs gamli Musk að endingu og hefur ekki tíst síðan. Standup is my side-hustle— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48 Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru eigendur þeirra, Glazer-fjölskyldan, mögulega að toppa sig í óvinsældum um þessar mundir. Mikið andúð hefur ríkt í garð eigendanna síðan fjölskyldan keypti félagið og steypti því í skuldir. Stuðningsfólk Man United bíður í ofvæni eftir nýjum eigendum og því hafa eflaust mörg þeirra hoppað hæð sína er Musk sagðist ætla að kaupa félagið en ljóst er að hann hefur efni á því. Musk, sem er enn í málaferlum við Twitter þar sem hann ætlaði sér að kaupa samfélagsmiðilinn en hætti svo við, grínaðist með þetta á Twitter. Also, I m buying Manchester United ur welcome— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Eftir að segja „Til að taka allan vafa af, ég styð vinstri hluta Repúblikanaflokksins og hægri hluta Demókrataflokksins“ þá bætti Musk við: „Einnig er ég að festa kaup á Manchester United. Verði ykkur að því.“ Lét Musk ummælin standa og hefur meira en hálf milljón líkað við það þegar þetta er skrifað. Musk viðurkenndi þó að hann væri að grínast er hann var spurður hvort honum væri alvara. Although, if it were any team, it would be Man U. They were my fav team as a kid.— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 „Nei, þetta er brandari sem hefur verið lengi í gangi á Twitter, ég er ekki að fara kaupa íþróttalið … ef ég myndi hins vegar kaupa íþróttalið þá væri það Man United. Þeir voru uppáhaldsliðið mitt þegar ég var krakki.“ „Uppistand er aukavinnan mín,“ sagði hinn 51 árs gamli Musk að endingu og hefur ekki tíst síðan. Standup is my side-hustle— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48 Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11
Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01